Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt, en þetta voru síðustu leikirnir í deildinni fyrir hlé sem gert er vegna Stjörnuleiksins um helgina. Phoenix Suns valtaði yfir Houston á heimavelli sínum 109-75, þar sem Steve Nash skoraði 21 stig og Shawn Marion 16 fyrir Phoenix, en Stromile Swift skoraði 13 stig fyrir Houston.
Chicago rótburstaði Philadelphia sömuleiðis 117-84. Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Chicago, en Allen Iverson skoraði 18 fyrir Philadelphia.