Sport

Frá keppni í tvo mánuði

Roma tæklaður í kvöld. Í kjölfarið þurfti hann að yfirgefa völlinn.
Roma tæklaður í kvöld. Í kjölfarið þurfti hann að yfirgefa völlinn. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0.

Þessi 29 ára gamli leikmaður braut bein í fætinum á sér og þarf hann að fara í smávægilega aðgerð síðar í vikunni. Meiðslin hlaut hann á 12. mínútu leiksins en hann verður þó orðinngóður fyrir lokahluta tímabilsins auk Heimsmeistaramótsins þar sem hann mun án efa gegna lykilhlutverki fyrir Ítali.

Roma sigraði leikinn í kvöld eins og áður sagði 1-0 en það var Simone Perrotta sem skoraði eina mark leiksins. Með sigrinum jafnaði Roma met Juventus en liðið hefur nú unnið tíu leiki í deildinni í röð. Metið setti Juventus árið 1932 en áður hafa AC Milan og Bolognia jafnað það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×