Innlent

Gengislækkun krónunnar hafði áhrif víða um heim

MYND/E.Ól.

Gengislækkun krónunnar í gær hafði víðtæk áhrif á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði samkvæmt frétt á heimasíðu Financial Times. Þar er sagt að lækkun krónunnar hafi valdið titringi á mörkuðum með jaðargjaldmiðla sem spákaupmenn hafa sótt í að kaupa í von um háa ávöxtun á sama hátt og erlendir aðilar hafa fjárfest í krónunni í stórum stíl.

Vegna gengislækkunar krónunnar lækkaði gengi suðurafríska randsins, tyrknesku lírunnar, indónesísku rúpíunnar, pólska slotísins og slóvensku krónunnar. Meira að segja gjaldmiðill Brasilíu, realinn, lækkaði í verði vegna gengislækkunar íslensku krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×