Tveir stórleikir í beinni frá Spáni í kvöld 4. mars 2006 16:37 26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna. Frank Riikjard knattspyrnustjóri Barcelona ætlar að hvíla argentínska snillinginn Lionel Messi í leiknum í kvöld fyrir stórleikinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Þar leiðir Barcelona 2-1 eftir fyrri viðureignina á Stamford Bridge þar sem Messi fór á kostum og var maður leiksins. Það gekk hvorki né rak hjá Atletico Madríd og svo fór í janúar að argentínski þjálfarinn, Carlos Bianchi, var rekinn. Við starfinu tók Pepe Murcia. Undir hans stjórn hefur Atletico Madríd spilað 6 leiki og unnið þá alla. Á meðan Atletico skipti um knattspyrnustjóra þá skipti Real Madríd um forseta. Florentino Perez sagði fyrirvaralaust af sér og sá sem tók við af honum, Fernando Martin hefur lýst því yfir að þeir leikmenn sem leggi sig ekki fram í leikjum liðsins verði ekki áfram hjá félaginu. Einn þeirra sem hefur mátt þola harða gagnrýni er Brasilíumaðurinn Ronaldo og hann var settur út úr hópnum og verður ekki með í kvöld. Real Madrid hefur haft gott tak á grönnum sínum í undanförnum leikjum. Atletico hefur ekki unnið erkifjendur sína í 8 síðustu leikjum, síðasti sigur kom 30. október 1999 þegar Atletico vann 3-1 á Bernabeu heimavelli Real Madríd. En eitt er víst að það má búast við hörkuleik í kvöld, leikurinn verður sem fyrr segir sýndur beint á Sýn en hann hefst klukkan 19. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Sjá meira
26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna. Frank Riikjard knattspyrnustjóri Barcelona ætlar að hvíla argentínska snillinginn Lionel Messi í leiknum í kvöld fyrir stórleikinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Þar leiðir Barcelona 2-1 eftir fyrri viðureignina á Stamford Bridge þar sem Messi fór á kostum og var maður leiksins. Það gekk hvorki né rak hjá Atletico Madríd og svo fór í janúar að argentínski þjálfarinn, Carlos Bianchi, var rekinn. Við starfinu tók Pepe Murcia. Undir hans stjórn hefur Atletico Madríd spilað 6 leiki og unnið þá alla. Á meðan Atletico skipti um knattspyrnustjóra þá skipti Real Madríd um forseta. Florentino Perez sagði fyrirvaralaust af sér og sá sem tók við af honum, Fernando Martin hefur lýst því yfir að þeir leikmenn sem leggi sig ekki fram í leikjum liðsins verði ekki áfram hjá félaginu. Einn þeirra sem hefur mátt þola harða gagnrýni er Brasilíumaðurinn Ronaldo og hann var settur út úr hópnum og verður ekki með í kvöld. Real Madrid hefur haft gott tak á grönnum sínum í undanförnum leikjum. Atletico hefur ekki unnið erkifjendur sína í 8 síðustu leikjum, síðasti sigur kom 30. október 1999 þegar Atletico vann 3-1 á Bernabeu heimavelli Real Madríd. En eitt er víst að það má búast við hörkuleik í kvöld, leikurinn verður sem fyrr segir sýndur beint á Sýn en hann hefst klukkan 19.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Sjá meira