Helst illa á ráðherrum 6. mars 2006 12:00 Síðasta ríkisstjórnin sem fór óbreytt í gegnum kjörtímabil var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 1974 til 1978. MYND/stjr.is Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira