Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir 8. mars 2006 18:58 Fyrsti leikurinn síðan fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fer fram á heimavelli Hornets í kvöld New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf." Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf."
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira