Innlent

Jóhannes og Gerður leiða listann

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Mynd/Vísir

Bæjarfulltrúarinri Jóhannes Gunnar Bjarnason og Gerður Jónsdóttir skipa tvö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Jakob Björnsson, leiðtogi flokksins til margra ára, skipar heiðurssæti listans, það síðasta, en hann hafði áður tilkynnt að hann væri á útleið úr bæjarmálum.

Listi Framsóknarmanna er sem hér segir.

Jóhannes Gunnar Bjarnason, bæjarfulltrúi og íþróttakennari,

Gerður Jónsdóttir, bæjarfulltrúi,

Erla Þrándardóttir, verkefnastjóri við HA,

Erlingur Kristjánsson, kennari og íþróttaþjálfari,

Ingimar Eydal, aðstoðarslökkviliðsstjóri,

Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari,

María Ingadóttir, deildarstjóri,

Stefán Jónsson, málarameistari,

Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri,

Páll Gauti Pálsson, byggingartæknifræðingur,

Eiður Stefánsson, afgreiðslumaður,

Hólmfríður Helgadóttir, umönnun aldraðra,

Geir Hólmarsson, nemi í stjórnmálafræði,

Örlygur Þór Helgason, íþróttafræðingur,

Birna Guðrún Bessadóttir, umönnun aldraðra,

Þorsteinn Pétursson, lögregluþjónn,

Halldóra Kristín Hauksdóttir, nemi í lögfræði,

Alex Björn Stefánsson, nemi,

Óskar Ingi Sigurðsson, rafvirki og framhaldsskólakennari,

Jón Vigfús Guðjónsson, verslunareigandi,

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir, póstmaður,

Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×