Miami valtaði yfir Utah 15. mars 2006 13:43 Dwayne Wade skoraði 19 stig í fyrsta leikhlutanum gegn Utah og eftir það má segja að úrslit leiksins hafi verið ráðin, enda Miami komið með 27 stiga forystu NordicPhotos/GettyImages Lið Miami vann í nótt sinn 13. leik af síðustu 14. þegar liðið gjörsamlega valtaði yfir Utah Jazz á heimavelli sínum 121-83. Dwayne Wade skoraði 25 stig á 29 mínútum fyrir Miami, sem fór langt með að vinna leikinn með því að vinna fyrsta leikhlutann 41-14, en Utah sá aldrei til sólar eftir það. Matt Harpring skoraði 20 stig fyrir gestina. Toronto vann auðveldan útisigur á Philadelphia sem var án Allen Iverson 111-96. Chris Bosh skoraði 31 stig fyrir Toronto, en Chris Webber skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst fyrir Philadelphia. Washington lagði Charlotte á útivelli 119-114. Antawn Jamison skoraði 35 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington, en Jumaine Jones skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Memphis skellti Boston á heimavelli sínum 93-76 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Jake Tsakallidis skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Memphis, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Boston. Chicago burstaði Portland með frábærum varnarleik 95-66. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago en Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir Portland. Avery Johnson setti met í nótt þegar hann stýrði Dallas til sigurs gegn Cleveland 91-87. Johnson hefur þar með unnið 66 af fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari í NBA deildinni. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en LeBron James skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst fyrir Cleveland. San Antonio lagði New Orleans 96-81. Tony Parker skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir San Antonio, en Chris Paul og Marc Jackson skoruðu 16 stig fyrir New Orleans. Sacramento vann sannfærandi sigur á LA Lakers 114-98 og er liðið á góðri siglingu þessa dagana. Mike Bibby skoraði 29 stig fyrir Sacramento en Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers. Phoenix lagði Seattle í miklum stigaleik 129-120. Raja Bell skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst, Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 23 stig og hitti úr 10 af 11 skotum sínum af varamannabekknum og Boris Diaw skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Seattle skoraði Ray Allen 33 stig, Rashard Lewis 22 stig og Luke Ridnour var með 19 stig og 13 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Lið Miami vann í nótt sinn 13. leik af síðustu 14. þegar liðið gjörsamlega valtaði yfir Utah Jazz á heimavelli sínum 121-83. Dwayne Wade skoraði 25 stig á 29 mínútum fyrir Miami, sem fór langt með að vinna leikinn með því að vinna fyrsta leikhlutann 41-14, en Utah sá aldrei til sólar eftir það. Matt Harpring skoraði 20 stig fyrir gestina. Toronto vann auðveldan útisigur á Philadelphia sem var án Allen Iverson 111-96. Chris Bosh skoraði 31 stig fyrir Toronto, en Chris Webber skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst fyrir Philadelphia. Washington lagði Charlotte á útivelli 119-114. Antawn Jamison skoraði 35 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington, en Jumaine Jones skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Memphis skellti Boston á heimavelli sínum 93-76 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Jake Tsakallidis skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Memphis, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Boston. Chicago burstaði Portland með frábærum varnarleik 95-66. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago en Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir Portland. Avery Johnson setti met í nótt þegar hann stýrði Dallas til sigurs gegn Cleveland 91-87. Johnson hefur þar með unnið 66 af fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari í NBA deildinni. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en LeBron James skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst fyrir Cleveland. San Antonio lagði New Orleans 96-81. Tony Parker skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir San Antonio, en Chris Paul og Marc Jackson skoruðu 16 stig fyrir New Orleans. Sacramento vann sannfærandi sigur á LA Lakers 114-98 og er liðið á góðri siglingu þessa dagana. Mike Bibby skoraði 29 stig fyrir Sacramento en Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers. Phoenix lagði Seattle í miklum stigaleik 129-120. Raja Bell skoraði 25 stig fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst, Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 23 stig og hitti úr 10 af 11 skotum sínum af varamannabekknum og Boris Diaw skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Seattle skoraði Ray Allen 33 stig, Rashard Lewis 22 stig og Luke Ridnour var með 19 stig og 13 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira