Actavis býður í PLIVA 17. mars 2006 11:46 Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA, óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að tilboðið, sem er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, hafi verið sent PLIVA 13.mars sl. Tilboðið kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35 prósenta yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa félagsins síðustu þrjá mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, er sagt vera um 1,6 milljarðar dollara (eða um 110 milljarðar króna). PLIVA var stofnað árið 1921 og sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, eftir að hafa selt frá sér frumlyfjastarfsemi sína á síðasta ári. Hjá félaginu starfa rúmlega 6000 manns. Velta félagsins í fyrra nam 1,2 milljörðum dollara. Félagið er sagt hafa góða markaðsstöðu í Króatiu, Póllandi og Rússlandi, auk þess að selja lyf til Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Bandaríkjanna. „Við teljum PLIVA vera mjög áhugavert félag og samruni þess við Actavis myndi styrkja stöðu samstæðunnar á lykilmörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Sameiginlegt félag væri það þriðja stærsta í heimi, með öflugt sölunet, vöruframboð og þróunarstarf. PLIVA mun þjóna mikilvægu hlutverki í framtíðarvexti samstæðunnar og vonumst við til að hefja formlegar viðræður við stjórn PLIVA um næstu skref." Hann áréttar um leið að viðræður séu ekki formlega hafnar og alls óvíst hvort að af kaupunum verði eða hvort formlegt yfirtökutilboð verði gert til hluthafa félagsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA, óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að tilboðið, sem er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, hafi verið sent PLIVA 13.mars sl. Tilboðið kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35 prósenta yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa félagsins síðustu þrjá mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, er sagt vera um 1,6 milljarðar dollara (eða um 110 milljarðar króna). PLIVA var stofnað árið 1921 og sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, eftir að hafa selt frá sér frumlyfjastarfsemi sína á síðasta ári. Hjá félaginu starfa rúmlega 6000 manns. Velta félagsins í fyrra nam 1,2 milljörðum dollara. Félagið er sagt hafa góða markaðsstöðu í Króatiu, Póllandi og Rússlandi, auk þess að selja lyf til Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Bandaríkjanna. „Við teljum PLIVA vera mjög áhugavert félag og samruni þess við Actavis myndi styrkja stöðu samstæðunnar á lykilmörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Sameiginlegt félag væri það þriðja stærsta í heimi, með öflugt sölunet, vöruframboð og þróunarstarf. PLIVA mun þjóna mikilvægu hlutverki í framtíðarvexti samstæðunnar og vonumst við til að hefja formlegar viðræður við stjórn PLIVA um næstu skref." Hann áréttar um leið að viðræður séu ekki formlega hafnar og alls óvíst hvort að af kaupunum verði eða hvort formlegt yfirtökutilboð verði gert til hluthafa félagsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur