Detroit vann uppgjörið í Austurdeildinni 23. mars 2006 13:45 Chauncey Billups fór fyrir liði Detroit í sigrinum á Miami NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons vann í nótt góðan sigur á Miami Heat á heimavelli sínum 82-73 í uppgjöri toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var 16. heimasigur Detroit í röð, en jafnframt lægsta stigaskor Miami í allan vetur. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade átti ekki góðan dag og skoraði aðeins 13 stig. Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit. Denver vann góðan sigur á meisturum San Antonio á heimavelli 104-92. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver, en Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio. Cleveland marði Charlotte 120-118, þar sem LeBron James náði þrennu fyrir Cleveland með 37 stigum, 12 stoðsendingum og 11 fráköstum og skoraði líka sigurkörfu liðsins í lokin. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 30 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Charlotte. Indiana lagði Chicago 95-85, en þetta var fyrsti leikur Jermaine O´Neal eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Stephen Jackson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Andres Nocioni skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst fyrir Chicago. Orlando rótburstaði New York 111-87. Dwight Howard skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Eddy Curry var með 18 stig hjá New York. Philadelphia vann Atlanta 115-106. Allen Iverson sneri aftur úr meiðslum og var stigahæstur hjá Philadelphia með 29 stig og 12 stoðsendingar, en Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Boston vann Toronto 110-96. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, en Mike James var með 31 stig hjá Toronto. Seattle lagði Milwaukee 114-105. Chris Wilcox átti sinn besta leik á ferlinum fyrir Seattle með 30 stigum og 14 fráköstum, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee. Loks náði LA Lakers sjöunda sætinu í Vesturdeildinni með góðum 87-80 sigri á Sacramento á heimavelli sínum. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers, en Ron Artest skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Detroit Pistons vann í nótt góðan sigur á Miami Heat á heimavelli sínum 82-73 í uppgjöri toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var 16. heimasigur Detroit í röð, en jafnframt lægsta stigaskor Miami í allan vetur. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade átti ekki góðan dag og skoraði aðeins 13 stig. Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit. Denver vann góðan sigur á meisturum San Antonio á heimavelli 104-92. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver, en Manu Ginobili skoraði 26 stig fyrir San Antonio. Cleveland marði Charlotte 120-118, þar sem LeBron James náði þrennu fyrir Cleveland með 37 stigum, 12 stoðsendingum og 11 fráköstum og skoraði líka sigurkörfu liðsins í lokin. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 30 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Charlotte. Indiana lagði Chicago 95-85, en þetta var fyrsti leikur Jermaine O´Neal eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Stephen Jackson skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Andres Nocioni skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst fyrir Chicago. Orlando rótburstaði New York 111-87. Dwight Howard skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Eddy Curry var með 18 stig hjá New York. Philadelphia vann Atlanta 115-106. Allen Iverson sneri aftur úr meiðslum og var stigahæstur hjá Philadelphia með 29 stig og 12 stoðsendingar, en Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Boston vann Toronto 110-96. Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, en Mike James var með 31 stig hjá Toronto. Seattle lagði Milwaukee 114-105. Chris Wilcox átti sinn besta leik á ferlinum fyrir Seattle með 30 stigum og 14 fráköstum, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee. Loks náði LA Lakers sjöunda sætinu í Vesturdeildinni með góðum 87-80 sigri á Sacramento á heimavelli sínum. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers, en Ron Artest skoraði 18 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira