Deildi hart á gagnrýnendur innan flokks 31. mars 2006 21:56 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.Formaður Framsóknarflokksins deildi hart á þá flokksmenn sem gagnrýnt hafa forystu flokksins opinberlega að undanförnu og hvatti flokksmenn til samstöðu. Hann sagði að allir þingmenn flokksins og sveitarstjórnarmenn væru forystumenn flokksins og mátti lesa úr því að ádeila hans beindist ekki síst að borgarfulltrúanum Önnu Kristinsdóttur og þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni sem hafa gagnrýnt forystuna harkalega að undanförnu. Formaðurinn sagðist ekki hræddur við komandi kosningar en lýsti vissum áhyggjum af því að innanflokksdeilur kynnu að hafa slæm áhrif á útkomu flokksins.Halldór hvatti flokksmenn til að líta í eigin barm og skoða hvort þeir gætu ekki gert meira til að auka veg flokksins.Halldór deildi ekki aðeins á þá samflokksmenn sína sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega. Hann fór einnig hörðum orðum um þá hugmynd Dags. B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að byggja aðeins tveggja akreina Sundabraut, þvert á það sem samkomulag hefði náðst um. Hann sagði slíka umræðu aðeins vera út og suður og engum til gagns.Hann gagnrýndi einnig Samfylkinguna og Vinstri-græna fyrir að hafa bakkað út úr því sem hefði verið svo gott sem frágengið samkomulag um að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun, þrátt fyrir að ríkið hefði verið reiðubúið að greiða hærra en matsverð fyrir hlut borgarinnar. Hefði borgin gengið að þessu hefði hún getað tekið þátt í hluta kostnaðar við Sundabraut sem væri umfram það ríkið væri reiðubúið að greiða, ef ráðist yrði í einhverja dýrari kosta við lagningu Sundabrautar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.Formaður Framsóknarflokksins deildi hart á þá flokksmenn sem gagnrýnt hafa forystu flokksins opinberlega að undanförnu og hvatti flokksmenn til samstöðu. Hann sagði að allir þingmenn flokksins og sveitarstjórnarmenn væru forystumenn flokksins og mátti lesa úr því að ádeila hans beindist ekki síst að borgarfulltrúanum Önnu Kristinsdóttur og þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni sem hafa gagnrýnt forystuna harkalega að undanförnu. Formaðurinn sagðist ekki hræddur við komandi kosningar en lýsti vissum áhyggjum af því að innanflokksdeilur kynnu að hafa slæm áhrif á útkomu flokksins.Halldór hvatti flokksmenn til að líta í eigin barm og skoða hvort þeir gætu ekki gert meira til að auka veg flokksins.Halldór deildi ekki aðeins á þá samflokksmenn sína sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega. Hann fór einnig hörðum orðum um þá hugmynd Dags. B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, að byggja aðeins tveggja akreina Sundabraut, þvert á það sem samkomulag hefði náðst um. Hann sagði slíka umræðu aðeins vera út og suður og engum til gagns.Hann gagnrýndi einnig Samfylkinguna og Vinstri-græna fyrir að hafa bakkað út úr því sem hefði verið svo gott sem frágengið samkomulag um að ríkið keypti hlut borgarinnar í Landsvirkjun, þrátt fyrir að ríkið hefði verið reiðubúið að greiða hærra en matsverð fyrir hlut borgarinnar. Hefði borgin gengið að þessu hefði hún getað tekið þátt í hluta kostnaðar við Sundabraut sem væri umfram það ríkið væri reiðubúið að greiða, ef ráðist yrði í einhverja dýrari kosta við lagningu Sundabrautar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira