Dallas setur pressu á San Antonio 8. apríl 2006 14:18 Dirk Nowitzki fór á kostum í mikilvægum sigri Dallas á grönnum sínum í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Orlando á útivelli 89-87, en Detroit var án Rip Hamilton sem var viðstaddur jarðarför. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit. Atlanta sigraði Washington 114-101. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington. Philadelphia tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum og nú fyrir Boston 109-99 og eru vonir Philadelphia um að komast í úrslitakeppnina nú að veikjast með hverjum deginum. Allen Iverson skoraði 18 af 37 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, en Paul Pierce skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston. New Orleans lagði Toronto 95-89. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans, en Mike James skoraði 36 stig fyrir Toronto. Utah lagði Minnesota á útivelli 103-95, þar sem Minnesota hvíldi lykilmenn sína lengst af leik og greinilegt er að liðið er búið að leggja árar í bát á tímabilinu sem hefur verið mikil vonbrigði. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði - þeim fæstu sem hann hefur spilað í mörg ár með liðinu. New York lagði Indiana 98-96 þar sem Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York og þar af sigurkörfuna í lokin. Peja Stojakovic skoraði 32 stig fyrir Indiana og Jermaine O´Neal var með 25 stig. Memphis lagði Milwaukee 100-90 þar sem Spánverjinn Pau Gasol átti stórleik hjá Memphis, skoraði 33 stig, hirti 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee. Seattle lagði Portland 121-108. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle í leiknum og hefur nú skorað næst flestar þriggja stiga körfur allra leikmanna í sögu NBA á eftir Reggie Miller. Juan Dixon skoraði 28 stig fyrir Portland. Houston vann Golden State 100-93. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 29 stig fyrir Golden State. Sacramento vann LA Clippers enn eina ferðina 96-93, þar sem Mike Bibby skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 14 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Clippers mistókst því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í níu ár. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Lakers 107-96. Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers en Steve Nash var með 25 stig fyrir Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Orlando á útivelli 89-87, en Detroit var án Rip Hamilton sem var viðstaddur jarðarför. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit. Atlanta sigraði Washington 114-101. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington. Philadelphia tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum og nú fyrir Boston 109-99 og eru vonir Philadelphia um að komast í úrslitakeppnina nú að veikjast með hverjum deginum. Allen Iverson skoraði 18 af 37 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, en Paul Pierce skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston. New Orleans lagði Toronto 95-89. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans, en Mike James skoraði 36 stig fyrir Toronto. Utah lagði Minnesota á útivelli 103-95, þar sem Minnesota hvíldi lykilmenn sína lengst af leik og greinilegt er að liðið er búið að leggja árar í bát á tímabilinu sem hefur verið mikil vonbrigði. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði - þeim fæstu sem hann hefur spilað í mörg ár með liðinu. New York lagði Indiana 98-96 þar sem Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York og þar af sigurkörfuna í lokin. Peja Stojakovic skoraði 32 stig fyrir Indiana og Jermaine O´Neal var með 25 stig. Memphis lagði Milwaukee 100-90 þar sem Spánverjinn Pau Gasol átti stórleik hjá Memphis, skoraði 33 stig, hirti 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee. Seattle lagði Portland 121-108. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle í leiknum og hefur nú skorað næst flestar þriggja stiga körfur allra leikmanna í sögu NBA á eftir Reggie Miller. Juan Dixon skoraði 28 stig fyrir Portland. Houston vann Golden State 100-93. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 29 stig fyrir Golden State. Sacramento vann LA Clippers enn eina ferðina 96-93, þar sem Mike Bibby skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 14 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Clippers mistókst því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í níu ár. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Lakers 107-96. Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers en Steve Nash var með 25 stig fyrir Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira