Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn 11. apríl 2006 20:20 Eyþór Arnalds leiðir lista Sjálfstæðismanna sem bæta við sig miklu fylgi. MYND/E.Ól. Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira