Deildarkeppninni lokið 20. apríl 2006 12:53 Detroit endaði með bestan árangur allra liða í deildinni og verður með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina, sem hefst á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Síðustu leikirnir í deildarkeppni NBA voru spilaðir í nótt, en á laugardag hefst úrslitakeppnin þar sem 16 sterkustu liðin leiða saman hesta sína. Það kom ekki í ljós fyrr en í gærkvöld hver endanleg uppröðun liðanna yrði í Austur- og Vesturdeildinni. Cleveland lagði Atlanta 100-99 og vann þar með 50. leik sinn í vetur. Josh Smith skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Ronald Murray skoraði 19 fyrir Cleveland. Indiana náði sjötta sætinu í Austurdeildinni með því að leggja Orlando 89-83. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst hjá Indiana, en Carlos Arroyo skoraði 17 stig hjá Orlando. Boston lagði Miami 85-78. Dorell Wright skoraði 20 stig fyrir Miami en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston. Charlotte vann fjórða leikinn í röð með því að leggja Philadelphia 96-86. John Salmons skoraði 19 stig fyrir Philadelphia en Matt Carroll 24 fyrir Charlotte. LA Clippers lagði Dallas á útivelli 86-71. Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers, en Rawle Marshall skoraði 13 stig fyrir Dallas. San Antonio lagði Houston 89-87 og tryggði sér 63. sigurinn í vetur sem er félagsmet og næst besti árangurinn í deildinni. Brent Barry skoraði 19 stig fyrir San Antonio og Stromile Swift skoraði 18 stig fyrir Houston. Minnesota tapaði 102-92 fyrir Memphis á heimavelli í framlengingu, en liðið gætti þess vel að tapa leiknum til að tryggja sér hagstæðan valrétt í nýliðavalinu í sumar og var í raun skammarlegt að fylgjast með karaktersleysi Minnesotaliðsins á lokasprettinum á tímabilinu. Chicago burstaði Toronto 127-106 og tryggði sér 7. sætið í Austurdeildinni með frábærum lokaspretti. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Morris Peterson og Charlie Villanueva skoruðu 29 stig hvor. Utah lagði Golden State 105-102 og tryggði sér 50% vinningshlutfall. Carlos Boozer skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en Monta Ellis skoraði 27 stig fyrir Golden State. Phoenix lagði Portland 106-96 sem þýðir að Portland endaði með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur, aðeins 21 sigur og 61 töp. Shawn Marion skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Phoenix en Jared Jack skoraði 18 stig fyrir Portland. LA Lakers burstaði New Orleans 115-95 og tryggði sér 7. sætið í Vesturdeildinni. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en PJ Brown skoraði 16 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan sigur á Denver 109-98. Denver hvíldi lykilmenn sína og tapaði sínum fjórða leik í röð, en Ray Allen sló NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar á einu tímabili í deildarkeppninni og skoraði hann 269 slíkar í vetur. Hann endaði með 27 stig í leiknum, en DeMarr Johnson skoraði 22 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira