Forskot Juventus einungis þrjú stig 22. apríl 2006 14:06 Alberto Gilardino gulltryggði sigur AC Milan á Messina. Getty Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65 Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira