LeBron James kippt niður á jörðina 26. apríl 2006 12:29 LeBron James sýndi að hann er aðeins mannlegur í gær, en nokkur af mistökunum sem hann gerði voru algjör byrjendamistök. Staðan er nú jöfn 1-1 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli Washington NordicPhotos/GettyImages LeBron James sýndi að hann á nokkuð eftir ólært í gær þegar lið hans Cleveland tapaði öðrum leiknum við Washington á heimavelli sínum 89-84. James skoraði 26 stig fyrir Cleveland, en tapaði 10 boltum og gerði mjög dýr klaufamistök á lokasprettinum sem kostuðu lið hans sigurinn. Lið Washington lék mikið betur en í fyrsta leiknum með Gilbert Arenas sem sinn besta mann, en hann skoraði 30 stig. Meistarar San Antonio komust í hann krappann á heimavelli gegn undirmönnuðu liði Sacramento, sem lék án Ron Artest. Framlengja þurfti leikinn og þar höfðu meistararnir betur 128-119. Manu Ginobili skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker og Brent Barry skoruðu 22 stig hvor. Barry sendi leikinn í framlengingu með þriggja stiga skoti úr horninu þegar skammt var til leiksloka. Bonzi Wells átti stórleik hjá Sacramento og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst, Shareef Abdur Rahim skoraði 27 stig og Kevin Martin skoraði 26 stig. San Antonio leiðir 2-0 í einvíginu. New Jersey jafnaði metin í 1-1 gegn Indiana með góðum sigri á heimavelli 90-75. Leikmenn Indiana virtust oft á tíðum hafa meiri áhuga á því að tuða í dómaranum en að spila körfubolta og fengu fjölda af tæknivillum fyrir vikið. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem kona er á meðal dómara í leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Vince Carter skoraði 33 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 21, Nenad Krstic 20 stig og 10 fráköst og leikstjórnandinn Jason Kidd skoraði 6 stig, hirti 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Anthony Johnson skoraði mest hjá Indiana - 17 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Sjá meira
LeBron James sýndi að hann á nokkuð eftir ólært í gær þegar lið hans Cleveland tapaði öðrum leiknum við Washington á heimavelli sínum 89-84. James skoraði 26 stig fyrir Cleveland, en tapaði 10 boltum og gerði mjög dýr klaufamistök á lokasprettinum sem kostuðu lið hans sigurinn. Lið Washington lék mikið betur en í fyrsta leiknum með Gilbert Arenas sem sinn besta mann, en hann skoraði 30 stig. Meistarar San Antonio komust í hann krappann á heimavelli gegn undirmönnuðu liði Sacramento, sem lék án Ron Artest. Framlengja þurfti leikinn og þar höfðu meistararnir betur 128-119. Manu Ginobili skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker og Brent Barry skoruðu 22 stig hvor. Barry sendi leikinn í framlengingu með þriggja stiga skoti úr horninu þegar skammt var til leiksloka. Bonzi Wells átti stórleik hjá Sacramento og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst, Shareef Abdur Rahim skoraði 27 stig og Kevin Martin skoraði 26 stig. San Antonio leiðir 2-0 í einvíginu. New Jersey jafnaði metin í 1-1 gegn Indiana með góðum sigri á heimavelli 90-75. Leikmenn Indiana virtust oft á tíðum hafa meiri áhuga á því að tuða í dómaranum en að spila körfubolta og fengu fjölda af tæknivillum fyrir vikið. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem kona er á meðal dómara í leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Vince Carter skoraði 33 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 21, Nenad Krstic 20 stig og 10 fráköst og leikstjórnandinn Jason Kidd skoraði 6 stig, hirti 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Anthony Johnson skoraði mest hjá Indiana - 17 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Sjá meira