Detroit valtaði yfir Milwaukee 4. maí 2006 05:10 Rip Hamilton var sjóðandi heitur gegn Milwaukee í nótt og hitti úr 15 af 23 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira
Detroit Pistons varð í kvöld fyrsta liðið til að komast áfram í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þegar liðið valtaði yfir Milwaukee Bucks á heimavelli sínum 122-93 og vann því einvígið nokkuð sannfærandi 4-1. Rip Hamilton fór á kostum í liði Detroit og skoraði 40 stig þó hann hefði aðeins spilað þrjá leikhluta. Það varð snemma ljóst hvert stefndi í leiknum, sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. Herbragð Detroit var að koma Rip Hamilton inn í leikinn eins fljótt og hægt var og hann brást ekki félögum sínum frekar en fyrri daginn. Lið Milwaukee réði ekkert við hann frekar en aðra leikmenn Detroit og var undir 39-23 eftir fyrsta leikhlutann. Rip Hamilton skoraði 40 stig og hitti úr 15 af 23 skotum utan af velli. Rasheed Wallace skoraði 22 stig og hitti úr 8 af 11 skotum sínum og Chauncey Billups skoraði 17 þrátt fyrir að taka aðeins 5 skot allan leikinn. Michael Redd var eini leikmaður Milwaukee sem talist gat með lífsmarki og skoraði 23 stig. Detroit vann einnig auðveldan sigur á Milwaukee í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 2004, en þá var byrjunarlið Detroit skipað nákvæmlega sömu leikmönnum og í dag. Fjórir þessara sömu leikmanna voru í byrjunarliði Detroit í úrslitakeppninni fyrir fjórum árum. Rip Hamilton hafði áður skorað mest 33 stig í tvígang í úrslitakeppni. Kelly Tripucka, Chauncey Billups, Isiah Thomas og Dave Bing, sem eru einu leikmennirnir í sögu Detroit sem skorað hafa yfir 40 stig í leik í úrslitakeppni. Detroit hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppni, þar sem liðið hefur möguleika á að slá andstæðing sinn úr keppni og undantekningin þar á er aðeins oddaleikur liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitunum í fyrra.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira