Auðveldur sigur Detroit 10. maí 2006 11:15 Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst í fyrirhafnarlitlum sigri Detroit í öðrum leiknum við Cleveland í nótt NordicPhotos/GettyImages Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira