Dallas Mavericks hefur náð 2-1 forystu í einvígi sínu við meistara San Antonio í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Í gær vann liðið 105-104 í æsispennandi leik og næsti leikur fer einnig fram á heimavelli Dallas.
Dirk Nowitzki skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas og hinn ungi Devin Harris skoraði 24 stig. Tim Duncan var yfirburðamaður í liði San Antonio, skoraði 35 stig og hirti 12 fráköst, en þurfti missti af síðustu mínútunum eftir að hafa farið útaf með 6 villur. Manu Ginobili kom af varamannabekknum og skoraði 24 stig.