Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér 16. maí 2006 08:00 Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fagnar hér sigri Cleveland í nótt, en hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liðinu í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira