Lífið

Romario unnusti Sylvíu Nóttar með matareitrun

Romario sést hér ásamt Sylvíu Nótt og Jónatani Garðarssyni fararstjóra Eurovisionfaranna.
Romario sést hér ásamt Sylvíu Nótt og Jónatani Garðarssyni fararstjóra Eurovisionfaranna.

Romario, unnusti Sylvíu Nóttar og annar tveggja sem eiga að dansa með Sylvíu Nótt á sviðinu í OAKA höllinni í Aþenu í kvöld er með matareitrun og var gefin næring í æð. Romario hefur ekki haldið neinu niðri og var því gefin næring í æð baksviðs í OAKA höllinni þar sem forkeppni Eurovision fer fram í kvöld en óttast var að hann gæti ofþornað. Romario ætlar þó að stíga á svið með Sylvíu Nótt í kvöld.

Íslendingarnir stíga á svið OAKA hallarinnar eftir rúmar tvær klukkustundir og flytja framlag Íslands, "Til hamingju Ísland" eða "Congratulations" í forkeppni Eurovision.

Sylvía Nótt var sigurviss eftir æfingu í gær og sagði þá meðal annars við blaðamann Fréttablaðsins “Æfingin var æðisleg. Hvað sem ég geri er æðislegt. Ég gæti skitið á sviðið og samt unnið keppnina.”

Allir vita hverjar afleiðingar matareitrun getur haft og því spurning hvort Sylvía Nótt hafi séð fyrir veikindi Romarios þegar þessi yfirlýsing var gefin í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×