Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð 22. maí 2006 19:30 Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira