Deutsche Börse býður í Euronext 23. maí 2006 11:11 Mynd/AFP Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn. Að sögn Deutsche Börse munu markaðirnir renna saman í eina öfluga kauphöll með höfuðstöðvar í Frankfurt. Í fyrra tilboði þýsku kauphallarinnar í Euronext var gerð krafa um að höfuðstöðvarnar yrðu í Frankfurt en stjórn markaðarins hafði lýst sig andsnúna því. Óvíst er hver niðurstaðan verður en Serge Harry, einn yfirmanna Euronext, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að stjórnin hefði fjallað um tilboð þýsku kauphallarinnar um síðustu helgi og ákveðið að taka því ekki. Stærsti hluthafinn í Euronext, The Children's Investment Fund, sem á 10 prósent í markaðnum, hefur hins vegar lýst yfir ánægju með tilboð Deutsche Börse. Hluthafar í Euronext, sem hefur útibú í Amsterdam, París, Brussel og Lissabon, hittast til fundar í Amsterdam í dag þar sem bæði kauptilboðin verða rædd. Hluthafarnir lýstu því hins vegar yfir í gær að þeim litist vel á kauptilboð NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn. Að sögn Deutsche Börse munu markaðirnir renna saman í eina öfluga kauphöll með höfuðstöðvar í Frankfurt. Í fyrra tilboði þýsku kauphallarinnar í Euronext var gerð krafa um að höfuðstöðvarnar yrðu í Frankfurt en stjórn markaðarins hafði lýst sig andsnúna því. Óvíst er hver niðurstaðan verður en Serge Harry, einn yfirmanna Euronext, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að stjórnin hefði fjallað um tilboð þýsku kauphallarinnar um síðustu helgi og ákveðið að taka því ekki. Stærsti hluthafinn í Euronext, The Children's Investment Fund, sem á 10 prósent í markaðnum, hefur hins vegar lýst yfir ánægju með tilboð Deutsche Börse. Hluthafar í Euronext, sem hefur útibú í Amsterdam, París, Brussel og Lissabon, hittast til fundar í Amsterdam í dag þar sem bæði kauptilboðin verða rædd. Hluthafarnir lýstu því hins vegar yfir í gær að þeim litist vel á kauptilboð NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira