Diaw tryggði Phoenix sigurinn í Dallas 25. maí 2006 06:16 Leandro Barbosa og Steve Nash fagna hér sigrinum á Dallas í nótt AFP Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Phoenix var 9 stigum undir þegar innan við 4 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók hinn magnaði Steve Nash yfir og skoraði 10 af 27 stigum sínum á lokasprettinum. Nash gaf auk þess 16 stoðsendingar í leiknum. Það var einmitt Nash sem átti að eiga lokaskot Phoenix eftir að karfa frá Devin Harris hafði komið Dallas yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. "Ég heyrði allt þjálfarateymið hjá Dallas öskra inn á völlinn hvernig leikkerfi okkar í lokinn ætti að vera, þannig að þá var ekkert annað að gera en að fara í varaáætlunina. Boris náði að klára þetta með stæl," sagði Nash ánægður eftir leikinn, en bæði lið urðu þó fyrir miklum áföllum í nótt. Josh Howard, leikmaður Dallas, sneri sig illa á ökkla í byrjun leiks og þarf að fara í myndatöku í dag og varnarjaxlinn Raja Bell hjá Phoenix virtist togna illa á kálfa og gæti þáttöku hans í einvíginu verið lokið ef allt fer á versta veg. Hann verður örugglega ekki með í næsta leik og er þetta enn eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð lið Phoenix. Boris Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 27 stig og gaf 16 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst og Tim Thomas skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst. Devin Harris skoraði 30 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 25 stig og hirti 19 fráköst, Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig. Næsti leikur verður einnig í Dallas og fer fram annað kvöld. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Phoenix var 9 stigum undir þegar innan við 4 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók hinn magnaði Steve Nash yfir og skoraði 10 af 27 stigum sínum á lokasprettinum. Nash gaf auk þess 16 stoðsendingar í leiknum. Það var einmitt Nash sem átti að eiga lokaskot Phoenix eftir að karfa frá Devin Harris hafði komið Dallas yfir þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. "Ég heyrði allt þjálfarateymið hjá Dallas öskra inn á völlinn hvernig leikkerfi okkar í lokinn ætti að vera, þannig að þá var ekkert annað að gera en að fara í varaáætlunina. Boris náði að klára þetta með stæl," sagði Nash ánægður eftir leikinn, en bæði lið urðu þó fyrir miklum áföllum í nótt. Josh Howard, leikmaður Dallas, sneri sig illa á ökkla í byrjun leiks og þarf að fara í myndatöku í dag og varnarjaxlinn Raja Bell hjá Phoenix virtist togna illa á kálfa og gæti þáttöku hans í einvíginu verið lokið ef allt fer á versta veg. Hann verður örugglega ekki með í næsta leik og er þetta enn eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð lið Phoenix. Boris Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix, Steve Nash skoraði 27 stig og gaf 16 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst og Tim Thomas skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst. Devin Harris skoraði 30 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 25 stig og hirti 19 fráköst, Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig. Næsti leikur verður einnig í Dallas og fer fram annað kvöld.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira