Jon Spencer og félagar í Heavy Trash á Íslandi 26. maí 2006 15:01 Í kvöld verður blásið til mikillar veislu á Nasa í Reykjavík. Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir ótrúlega sviðsframkomu og gleyma þeir fjölmörgu Íslendingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt. Heavy Trash er á leið yfir hafið til að leika á nokkrum tónleikum í Evrópu og spila m.a. á Loppen í Kaupmannahöfn á morgun. Heavy Trash breytist úr dúói í kvartett þegar þeir spila á tónleikum og munu þeir Yebo (Junior Senior) leika á trommur og Kim (Powersolo) á kontrabassa. Þegar þeir John og Matt hittust í New York fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að leita til grunnsins í rokkinu og með það að leiðarljósi stofnuðu þeir Heavy Trash en þess má geta að þegar Matt var ungur maður að alast upp í Kanada hélt hann því statt og stöðugt fram við vini sína að Johnny Cash væri svalari en Kiss. Ærslabelgirnir í hljómsveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum en tónlist þeirra hefur verið uppnefnd "asnapönk!" og blaðamaður Austin 360 skrifaði eftir tónleika þeirra á South By Soutwest hátíðinni "probably the best country-porn act at SxSw". Powersolo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vöktu mikla lukku er þeir framreiddu sinn magnaða kokteil fyrir fullu húsi á Nasa. Sveitin er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu "Egg" en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vikunnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram í kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí merki Dana, Crunchy Frog. Tremelo Beer Gut var stofnuð af Yebo og Sune Wagner (Raveonettes) eftir að þeir höfðu hlustað á gamlar surf plötur á hljómleikaferð með bandinu Psyched Up Janis sem þeir báðir voru í. Tremelo Beer Gut leikur að eigin sögn "surf & western" og hafa hitað upp fyrir Jon Spencer Blues Explosion, auk þess sem þeir voru opnunarband Hróarskelduhátíðarinnar árið 2000 þegar þeir léku á stóra sviðinu fyrir 30.000 manns. Sérstakir íslenskir gestir á Crunchy Frog tónleikunum á Nasa í kvöld verða meðlimir hljómsveitarinnar Fræ sem munu stíga á stokk og flytja lög af fyrstu plötu sveitarinnar, "Eyðilegðu þig smá", sem er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Hljómsveitina Fræ skipa Palli úr hljómsveitinni Maus, Heimir og Siggi úr Skyttunum og Silla, sem einnig er þekkt sem Mr. Silla. Lagið þeirra "Freðinn fáviti" hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og náði m.a. toppsæti á vinsældarlista X-ins977. Á tónleikunum á Nasa bætast í hópinn Danni trommari, úr hljómsveitunum Maus og Sometime, og Friðfinnur sem spilar á bassa en þeir munu koma til með að fylgja plötunni eftir með sveitinni. Fræ munu hefja leik klukkan 22.00 og í kjölfarið koma The Tremolo Beer Gut og Powersolo. Aðalnúmer kvöldsins, hljómsveitin Heavy Trash með þá Jon Spencer og Matt Verta Ray innanborðs mun svo hefja leik upp úr miðnætti og rokka fólki inní nóttina með ógleymanlegum hætti. Miðasala er í verslunum Skífunnar og á miði.is. Lífið Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Í kvöld verður blásið til mikillar veislu á Nasa í Reykjavík. Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby. Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir ótrúlega sviðsframkomu og gleyma þeir fjölmörgu Íslendingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt. Heavy Trash er á leið yfir hafið til að leika á nokkrum tónleikum í Evrópu og spila m.a. á Loppen í Kaupmannahöfn á morgun. Heavy Trash breytist úr dúói í kvartett þegar þeir spila á tónleikum og munu þeir Yebo (Junior Senior) leika á trommur og Kim (Powersolo) á kontrabassa. Þegar þeir John og Matt hittust í New York fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að leita til grunnsins í rokkinu og með það að leiðarljósi stofnuðu þeir Heavy Trash en þess má geta að þegar Matt var ungur maður að alast upp í Kanada hélt hann því statt og stöðugt fram við vini sína að Johnny Cash væri svalari en Kiss. Ærslabelgirnir í hljómsveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum en tónlist þeirra hefur verið uppnefnd "asnapönk!" og blaðamaður Austin 360 skrifaði eftir tónleika þeirra á South By Soutwest hátíðinni "probably the best country-porn act at SxSw". Powersolo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vöktu mikla lukku er þeir framreiddu sinn magnaða kokteil fyrir fullu húsi á Nasa. Sveitin er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu "Egg" en fyrsta smáskífulagið af henni, Knucklehead, var smáskífa vikunnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram í kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí merki Dana, Crunchy Frog. Tremelo Beer Gut var stofnuð af Yebo og Sune Wagner (Raveonettes) eftir að þeir höfðu hlustað á gamlar surf plötur á hljómleikaferð með bandinu Psyched Up Janis sem þeir báðir voru í. Tremelo Beer Gut leikur að eigin sögn "surf & western" og hafa hitað upp fyrir Jon Spencer Blues Explosion, auk þess sem þeir voru opnunarband Hróarskelduhátíðarinnar árið 2000 þegar þeir léku á stóra sviðinu fyrir 30.000 manns. Sérstakir íslenskir gestir á Crunchy Frog tónleikunum á Nasa í kvöld verða meðlimir hljómsveitarinnar Fræ sem munu stíga á stokk og flytja lög af fyrstu plötu sveitarinnar, "Eyðilegðu þig smá", sem er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Hljómsveitina Fræ skipa Palli úr hljómsveitinni Maus, Heimir og Siggi úr Skyttunum og Silla, sem einnig er þekkt sem Mr. Silla. Lagið þeirra "Freðinn fáviti" hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og náði m.a. toppsæti á vinsældarlista X-ins977. Á tónleikunum á Nasa bætast í hópinn Danni trommari, úr hljómsveitunum Maus og Sometime, og Friðfinnur sem spilar á bassa en þeir munu koma til með að fylgja plötunni eftir með sveitinni. Fræ munu hefja leik klukkan 22.00 og í kjölfarið koma The Tremolo Beer Gut og Powersolo. Aðalnúmer kvöldsins, hljómsveitin Heavy Trash með þá Jon Spencer og Matt Verta Ray innanborðs mun svo hefja leik upp úr miðnætti og rokka fólki inní nóttina með ógleymanlegum hætti. Miðasala er í verslunum Skífunnar og á miði.is.
Lífið Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira