Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd 28. maí 2006 19:44 Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira