Ósætti um eftirlit á kjörstað 28. maí 2006 20:15 Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Í Árborg kærði kjósandi framkvæmd kosninganna. Hann taldi það stangast á við lög að eftirlitsmenn framboða fengju að fylgjast með kosningunum, skrá niður upplýsingar og fara með þær út af kjörstað. Hann vísaði meðal annars í álit Perónuverndar frá því í maí 2002. Þar kom fram að framboðslistum væri heimilt að vera í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa. Hins vegar væri óheimilt að fara með slíkar upplýsingar út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram. Ekki hefur neitt reynt á málið í Reykjavík eftir álit Persónuverndar þar sem framboðin í Reykjavík hafa ekki sókst eftir því að skrifa niður nöfn kjósenda og fara með þær upplýsingar út úr kjördeildum. Yfirkjörstjórn í Árborg taldi í gær að framboðslistarnir ættu fullan rétt á að skrifa niður upplýsingar um kjósendur og fara með þær út. Hún fór hins vegar fram á það við umboðsmenn framboðanna að listarnir yrðu ekki notaðir í þeim tilgangi til að smala á kjörstað og þurftu umboðsmennirnir að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Í Reykjanesbæ kom upp ósætti eftir að yfirkjörstjórn þar ákvað að ekki mætti nota tölvur til að safna saman slíkum gögnum um kjósendur heldur aðeins skrifa þau niður. Frambjóðendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru sjálfir við vinnu í kjördeild á Hofsósi. Ásdís Ármannsdóttir formaður kjörstjórnar sagði í samtali við NFS að hún hefði fengið fregnir af þessu um hádegi í gær og kallaði inn varamenn í kjörstjórn strax. En það er með öllu ólöglegt að frambjóðendur vinni sjálfir í kjördeildum.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira