Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd 2. júní 2006 14:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Lífið Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.
Lífið Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira