ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í kvöld að Eric Musselman verði næsti þjálfari Sacramento Kings í NBA deildinni. Musselman var aðalþjálfari Golden State Warriors á árunum 2002-04 en hefur síðan verið aðstoðarþjálfari Mike Fratello hjá Memphis Grizzlies. Musselman leysir Rick Adelman af hólmi, en samningur hans var ekki endurnýjaður í vor eftir átta ára starf.
