Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar áfram við völd

Unnur Brá Konráðsdóttir og Ólafur Eggertsson handsala meirihlutasamstarfið.
Unnur Brá Konráðsdóttir og Ólafur Eggertsson handsala meirihlutasamstarfið.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabilið 2006-2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, umhverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, atvinnumál, ábyrga fjármálastjórn, ferða- og samgöngumál.

Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki verður sveitarstjóri, Ólafur Eggertsson Samherjum verður oddviti og Elvar Eyvindsson Sjálfstæðisflokki verður formaður Byggðaráðs.

Samkomulagið var undirritað á Breiðabólstað í Fljótshlíð á föstudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×