Lífið

Jafningjafræðslan fagnar í kjallara Hins hússins

Næstkomandi fimmtudag mun Jafningjafræðslan opna nýja heimasíðu. Af því tilefni verður haldin allsherjar uppákoma í kjallara Hins hússins.

Jafningjafræðslan hefur verið starfandi frá 1995 og er forvarnarstarf fyrir ungt fólk. Hugmyndin á bakvið fræðsluna er sú að ungt fólk fræði annað ungt fólk á jafningjagrundvelli. Í sumar er Jafningjafræðslan í samstarfi við Vinnuskólann þar sem meðlimir Jafningjafræðslunnar munu hitta unglinga í Vinnuskólanum og stuðla að góðri forvarnarfræðslu. Farið er inn á þætti eins og sjálfsvirðingu, vímuefni, kynlíf, átraskanir, nauðganir og ofbeldi.

Áhersla er lögð á að tala um það jákvæða sem fylgir því að sleppa öllu rugli og styrkja fólk til þess að standast hópþrýsting.

Opið hús verður í kjallara Hins Hússins frá kl 18:00 og munu ungir listamenn láta ljós sitt skína. Á dagskránni verður ljósmyndasýning, dansatriði en kl 20 hefjast tónleikar. Meðal hljómsveita sem koma fram má nefna: Sigríður Hjaltalín, Big Kahuna, Cheddy Carter, Heróglymur og Thugz on Parole.

DJ Stef heldur uppi stuði milli atriða en hann hefur verið að gera garðinn frægan á skemmtistöðum borgarinnar. Léttar veitingar verða í boði og eru allir hvattir til að mæta






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.