Lífið

Flottar konur í Hafnarfirði

Á vordögum ákváðu þrjár hafnfirskar konur sem þá voru nýbúnar að fjárfesta í reiðhjólum að kanna hug kynsystra sinna í bæjarfélaginu til þess að stofna félagsskap um hjólreiðar. Eftir samtöl við konur á öllum aldri kom í ljós gríðarlegur áhugi fyrir slíku félagi.

Fyrirhugaða stofnun félagsins má rekja til leti, þar sem nýju hjólin höfðu staðið nánast óhreyfð í mánuð og öll fyrirheitin sem fylgdu hjólakaupunum löngu gleymd. Góð fyrirheit eru góð en oft þarf hvatningu og ekki síst hópþrýsting og því er þessi félagsskapur kjörin til þess að efla og nýta sér hópþrýsting.

Farið verður í styttri og lengri hjólaferðir, efnt til fræðslufunda og fyrirlestra, kynntar hjólaleiðir og styttri og lengri ferðir. Einnig verður farið í bæjarferðir þar sem reynt verður að hitta konur í Garðabæ og á Álftanesi. Þegar fram líða stundir verður farið til höfuðborgarinnar þar sem við reynt verður hitta konur á hjólum.

Segja má að félagið sé blanda af kvenfélagi og hestamannafélagi. Hestamannafélög eru þó sterkari fyrirmynd þar sem keppt er að sama marki, útivist og gleðskap. Líkt og með önnur félög er strax farið að líta til útásar þar hafnfirskar hjólreiðakonur leita sambanda við sambærileg félög erlendis og jafnvel skipuleggja hjólreiðaferðir á erlendri grund.

Stofnfundur félagsins var haldinn í gær 19. júní í Hellisgerði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.