Lífið

Skógardagur á Héraði

Laugardaginn 24. júní næstkomandi, verður blásið til einstakrar skógarhátíðar í stærsta og þekktasta skógi landsins, Hallormsstaðaskógi en í ár eru liðin 36 ár síðan blómleg bændaskógrækt hófst á Héraði.

Síðan þá hefur skógræktariðnaðurinn vaxið og dafnað á svæðinu og er nú svo komið að þar er ekki aðeins að finna Íslands stærsta og þekktasta skóg, Hallormsstaðaskóg, heldur jafnframt eitt mesta og samfelldasta skógræktarsvæði landsins sem og gróskumikla starfsemi og iðnað sem á því byggir.

Á þessum afmælisdegi bændaskógræktar á Héraði verður nú annað árið í röð efnt til hátíðar undir merkjum Skógardagsins mikla á Héraði en þar verður í boði fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í Skógarhöggi, hlaupið verður 14 km langt skógarhlaup, boðið upp á heilgrillað naut og meðlæti og þá mun fjöldi listamanna skemmta gestum í fögru umhverfi Hallormsstaðaskógar.

Það eru Félag skógarbænda á Héraði, Héraðs- og Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins í samstarfi við KBbanka, Glitni og Sjóvá Almennar sem bjóða uppá Skógardaginn mikla á Héraði. Það er frítt inn og allir velkomnir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.