Lífið

Dansinn dunar á Kringlukránni

Á föstudags- og laugardagskvöldið verður dansað á Kringlukránni. Danshljómsveitin Klassík sér um að halda uppi dansstuði. Hljómsveitin hefur nú starfað í tæp tvö ár og sérhæfir sig í að spila danslög fyrir fólk sem vill dansa og skemmta sér. Á efnisskránni eru einkum lög sem verið hafa vinsæl hér á landi, lög sem kalla fram minningar, allir kunna og geta sungið með.

Hljómsveitin hefir einkum spilað á skemmtunum hjá dansklúbbum og félögum sem leggja áherslu á fjölbreytni í lagavali og danstöktum enda kappkostar hljómsveitin að sð spila lögin í þeim takti og hraða sem fólk lærir á dansnámskeiðum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir gesti Kringlukráarinnar og er ekki vafi að þeir kunna vel að meta tónlistina sem hún flytur. Hljómsveitin mun hefja leik sinn kl. 23:00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×