Heil hljóðbók ókeypis á netinu 27. júní 2006 13:45 Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim." Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir hreif lesendur upp úr skónum með skáldsögunni Sólskinshestur um síðustu jól. Nú kemur þessi metsölubók í senn út í kilju og sem net-hljóðbók í lestri höfundar sjálfs og verður þessi netgerð boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals af vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Það er í fyrsta sinn sem slík net-bók er gefin út óstytt hér á landi. Fagnað verður þessari tvöföldu útgáfu með Steinunnarkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík fimmtudaginn 29. júní kl. 20.00. Hallgrímur Thorsteinsson, fjölmiðlamaðurinn góðkunni, og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn les úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu "Einu-sinni-var-landið" sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur og ókeypis og er öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Útgáfa Sólskinshests sem net-hljóðbók eru tíðindi í íslenskri útgáfusögu. Í fyrsta sinn hérlendis er almenningi boðið að sækja sér heila bók í lestri höfundar á netinu á mp3 sniði. Útgáfa á hljóðbókum á þessu sniði er mjög að sækja í sig veðrið á alþjóðavísu og Edda útgáfa og Steinunn Sigurðardóttir ríða á vaðið hérlendis og bjóða aðgang að bókinni gjaldfrítt fyrstu vikurnar. Öruggt er að þeir mörgu sem eiga hljóðsmala fyrir mp3-skrár munu fagna þessu framtaki. Sólskinshestur hlaut stórkostlegar viðtökur gagnrýnenda og bókakaupenda þegar hún kom út í fyrrahaust. Skapti Þ. Halldórsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði um bókina "Sumar bækur hitta beint í hjartastað. Sólskinshestur er af þeirri náttúru." Úlfhildur Dagsdóttir sagði á bokmenntir.is: "Sólskinshestur er frábærlega falleg bók, áhrifarík og býður lesanda upp á háskalega og heillandi tilfinningalega rússibanaferð." Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Sólskinshesti og standa þýðingar bókarinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. Rowohlt, útgefandi Steinunnar í Þýskalandi, gaf nýlega út Ástin fiskanna á þýsku og hefur hún fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Gagnrýnandi NDR, Norðurþýska útvarpsins, sagði að Steinunn Sigurðardóttir "segði frá af einstakri ástríðu og ákefð", en það stafaði ekki af því að í bókinni væri ástini "lýst í skærum og ágengum litum. Ástin fiskanna er stutt og lítil bók sem er einmitt áhrifarík vegna þess hvað hún er stutt." Útbreiddasta kvennatímarit Þýskalands, Brigitte, sagði bókina "eina voldugustu varnarræðu fyrir ástina sem samin hefur verið." Og svissneska stórblaðið Neue Zürcher Zeitung sagði: "Þetta er bók sem maður vill leggja jafnt konum sem körlum að hjarta - að minnsta kosti öllum þeim sem brjóta heilann um leynardóma hins kynsins og gefast ekki upp við að komast til botns í þeim."
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira