Lífið

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri eru þriggja daga hátíð sem helguð er klassískri tónlist. Kammertónleikarnir hafa öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands og þar hafa margir bestu tónlistarmenn landsins komið fram.eru þriggja daga hátíð sem helguð er klassískri tónlist. Kammertónleikarnir hafa öðlast fastan sess í tónlistarlífi Íslands og þar hafa margir bestu tónlistarmenn landsins komið fram. Undanfarin fimmtán ár hefur frumkvöðull hátíðarinnar Edda Erlendsdóttir píanóleikari annast listræna stjórnun hennar. Hún hefur nú kosið að draga sig í hlé og í ár er listrænn stjórnandi hátíðarinnar hin unga mezzósópransöngkona Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Hún hefur fengið til liðs við sig úrval ungra tónlistarmanna, þau Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara, Eyjólf Eyjólfsson tenórsöngvara, Stefán Jón Bernharðsson hornleikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Francisco Javier Jáuregui gítarleikara.

Á efnisskrám tónleikanna er mikið og fjölbreytt úrval kammertónlistar, sem tónlistarmennirnir flytja bæði sem einleikarar og í samleik. Þau munu öll koma fram á öllum tónleikunum þremur. Af tónskáldum má nefna Dowland, Schubert, Brahms, Grieg, Chopin, Ravel, Tarragó, Bartók, Montsalvatge, Ligeti, Piazzolla og Þorkel Sigurbjörnsson.

Tónleikarnir verða haldnir föstudaginn 11. ágúst kl. 21:00, laugardaginn 12. ágúst kl. 17:00 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 15:00. Hægt er að panta miða á tónleikana í Upplýsingamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri í síma 487 4620. Miðaverð á staka tónleika er 2.000 kr., en 4.500 kr. ef keypt er á alla tónleikana í einu. Ellilífeyrisþegar njóta afsláttar og börn undir 12 ára aldri fá ókeypis aðgang.

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps hefur veg og vanda af Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Tónleikasalurinn fyllist fljótt og vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs til að njóta þar bæði náttúru og tónlistarfegurðar undir lok sumarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.