Lífið

Svona er sumarið 2006 að koma út

Safnplatan Svona er sumarið 2006 kemur í verslanir þann 14. júlí n.k en Sena gefur út plötuna út. Platan er nú sem endranær stútfull af nýjum íslenskum lögum, 21 talsins, í flutningi vinsælustu hljómsveita og söngvara landsins. Þar má nefna Snorra, Í svörtum fötum, Nylon, Dr. Mister & Mr. Handsome, Birgittu Haukdal og Stuðmenn, Friðrik Ómar, Start og Greifana.

Þessi geislaplatnaröð hefur fest sig í sessi í íslenskri tónlistarútgáfu undanfarin ár og hefur ætíð verið ómissandi hluti af hinni íslensku, funheitu sumarstemningu!

Eftirfarandi lög og flytjendur heiðra gripinn með nærveru sinni þetta árið:

1. Í svörtum fötum - Þessa nótt

2. Nylon - Losing A Friend

3. Snorri - Farin burt

4. Dr. Mister & Mr. Handsome - Is it Love?

5. Birgitta Haukdal & Stuðmenn - Á röltinu í Reykjavík

6. Friðrik Ómar - Farinn

7. Halla Vilhjálmsdóttir - Sá eini sanni (Úr Footloose)

8. Steed Lord - Dirty Mutha

9. Hera - Here We Are

10. Fabúla - Pink Sky

11. Ingó - Týndur

12. Greifarnir - Betra en gott

13. Bríet Sunna - Always On My Mind

14. Bermuda - Fegurðargenið er fundið

15. Buttercup - Á leiðinni heim

16. Vax - Like You

17. Kung Fú - Sólin skín

18. Start - Heilræðavísur

19. Karma - Aldrei

20. Spútnik - Frjáls

21. Out Loud - Okkar leið

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.