Lífið

Syd Barrett látinn

Syd Barrett
Syd Barrett

Syd Barrett sem var einn af upprunalegu meðlimum hljómsveitarinnar Pink Floyd er látinn 60 ára að aldri.Talsmaður hljómsveitarinnar sagði að hann hefði látist fyrir tveimur dögum síðan á mjög friðsælan hátt. Hann er talinn hafa látist af kvillum sem hann fékk af völdum þess að hann var sykursjúkur.

Syd Barrett gekk til liðs við Pink Floyd árið 1965 og var í hljómsveitinni í þrjú ár. Hann átti við eiturlyfja og geðræn vandamál að stríða sem urðu til þessa að hann gat ekki lengur spilað með hljómsveitinni. Hann samdi lögin See Emily play og Arnold Layne. Einnig samdi hann megnið af efninu á fyrstu plötu Pink Floyd "The Piper at the gates of dawn" sem kom út árið 1967.

Hann gaf út tvær sólóplötur árið 1970 plöturnar The Madcap Laughs og Barrett. Hann tók að einangra sig frá heiminum og í kringum árið 1972 hætti hann alveg að spila tónlist.

Þess má geta að lagið "Shine on you crazy diamond" með Pink Floyd var samið um hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.