Lífið

Elladagur í Laufási

Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir kvöldvöku fimmtudagskvöldið 13. júlí kl. 20:30 í Gamla bænum í Laufási.

Þetta er þriðja kvöldvakan af sjö sem haldnar verða í sumar. Að þessu sinni mun starfsfólk Gamla bæjarins í Laufási fræða gesti um vinnufólk fyrri tíma og sagðar verða sögur af Ella, Elíasi Gíslasyni, sem var vinnumaður/ráðsmaður hjá klerkum í Laufási í 35 ár.

Í tilefni af kvöldvökunni verður Laufásbærinn og veitingasalan í Gamla prestshúsinu opin til kl. 22 og eru allir velkomnir.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×