Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 14. júlí 2006 16:00 Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi árið 2003 og er núna í framhaldsnámi þar. Þá vann hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Á efnisskrá hádegistónleikanna á laugardaginn 1eikur Ji-Youn Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, þar er núna eru 250 ár síðan hann fæddist. Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga í c-moll op. 37 eftir Felix Mendelssohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helgarinnar, sunnudaginn 16. júlí kl. 20, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J.S. Bach umritaði eftir konserti Vivaldis fyrir tvær fiðlur. Þetta er einn fallegasti konsertinn sem Bach umritaði. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og eru trillur og flókin fótspilshlaup verksins, upphaflega skrifað fyrir lírukassa, meðal þess erfiðasta, bæði tónlistarlega og tæknilega, sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Síðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Hann skrifaði verkið til minningar um landa hans, franska tónskáldið Jehan Alain sem lést árið 1940 aðeins 29 ára gamall. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu í c-moll um 94. Davíðssálm eftir Julius Reubke. Ásamt þessari sónötu náði Reubke einungis að skrifa aðra sónötu fyrir píanó áður en heilsuleysi dró hann til dauða árið 1858, aðeins 24 ára gamall. Hann var við nám í Weimar hjá Franz Liszt þegar hann skrifaði þær og hann náði að frumflytja Orgelsónötuna sjálfur í júní 1857 í dómkirkjunni í Merseburg. Ji-Youn Han fæddist í Seoul í Kóreu. Sjö ára gömul hóf hún píanónám og einungis þremur árum síðar vann hún önnur verðlaun í Píanókeppni ungs fólks í Kóreu. Árið 1993 hóf hún nám við Sung-Kyul Anyang Kristna háskóla þar eð hún vildi helga sig orgelleik. 1997 lauk hún BA-prófi. Hún lauk einleikaraprófi hjá Zsigmond Szathmáry við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi 2003 og er núna í framhaldsnámi við sama skóla. Frá 2003 til 2005 hefur hún lika stundað nám hjá Christope Mantoux við tónlistarháskólann í Strassborg auk þess að taka þátt í masternámskeiðum þekktra orgelleikara, m.a. hjá Jean Boyer, Olivier Latry and Ludger Lohmann. Ji-Youn Han er mjög virk sem orgelleikari, bæði sem einleikari og með tónlistarhópum. Hún er organisti við mótmælendakirkjuna í Denzlingen, í útjaðri Freiburg og frá því á síðasta ári hefur hún verið aðstoðarkennari Helmut Deutsch við Tónlistarháskólann í Freiburg. Lífið Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi árið 2003 og er núna í framhaldsnámi þar. Þá vann hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Á efnisskrá hádegistónleikanna á laugardaginn 1eikur Ji-Youn Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, þar er núna eru 250 ár síðan hann fæddist. Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga í c-moll op. 37 eftir Felix Mendelssohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helgarinnar, sunnudaginn 16. júlí kl. 20, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J.S. Bach umritaði eftir konserti Vivaldis fyrir tvær fiðlur. Þetta er einn fallegasti konsertinn sem Bach umritaði. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og eru trillur og flókin fótspilshlaup verksins, upphaflega skrifað fyrir lírukassa, meðal þess erfiðasta, bæði tónlistarlega og tæknilega, sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Síðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Hann skrifaði verkið til minningar um landa hans, franska tónskáldið Jehan Alain sem lést árið 1940 aðeins 29 ára gamall. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu í c-moll um 94. Davíðssálm eftir Julius Reubke. Ásamt þessari sónötu náði Reubke einungis að skrifa aðra sónötu fyrir píanó áður en heilsuleysi dró hann til dauða árið 1858, aðeins 24 ára gamall. Hann var við nám í Weimar hjá Franz Liszt þegar hann skrifaði þær og hann náði að frumflytja Orgelsónötuna sjálfur í júní 1857 í dómkirkjunni í Merseburg. Ji-Youn Han fæddist í Seoul í Kóreu. Sjö ára gömul hóf hún píanónám og einungis þremur árum síðar vann hún önnur verðlaun í Píanókeppni ungs fólks í Kóreu. Árið 1993 hóf hún nám við Sung-Kyul Anyang Kristna háskóla þar eð hún vildi helga sig orgelleik. 1997 lauk hún BA-prófi. Hún lauk einleikaraprófi hjá Zsigmond Szathmáry við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi 2003 og er núna í framhaldsnámi við sama skóla. Frá 2003 til 2005 hefur hún lika stundað nám hjá Christope Mantoux við tónlistarháskólann í Strassborg auk þess að taka þátt í masternámskeiðum þekktra orgelleikara, m.a. hjá Jean Boyer, Olivier Latry and Ludger Lohmann. Ji-Youn Han er mjög virk sem orgelleikari, bæði sem einleikari og með tónlistarhópum. Hún er organisti við mótmælendakirkjuna í Denzlingen, í útjaðri Freiburg og frá því á síðasta ári hefur hún verið aðstoðarkennari Helmut Deutsch við Tónlistarháskólann í Freiburg.
Lífið Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira