Erlent

Slökkviliðsmenn segjast vera að ná tökum á skógareldum í Kaliforníu

Eldar í Morongo Valley í gær
Eldar í Morongo Valley í gær MYND/AP
Um þrjú þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við skógareldana sem geysað hafa í Kaliforníuríki að undanförnu. Ágætlega gengur að ráða við eldana og er ekki talið að þeir muni breiða mikið frekar úr sér. Um fimmtíu heimili hafa orðið eldinum að bráð og eru um fimmtán hundruð heimili til viðbótar enn í hættu. Eldarnir breiða þó hægt úr sér og er talið að það náist að slökkva þá áður en þeir gera meiri skaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×