Erlent

Vestrænar þjóðir óska eftir aðstoð Þjóðverja í málefnum Líbanons

Nokkrar þjóðir á Vesturlöndunum hafa beðið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að miðla málum í deilu Ísraela og Líbana. Bandaríkjastjórn bað víst Merkel að ræða við háttsetta Ísraelsmenn og hún sagði þeim að ástandið í Líbanon væri viðkvæmt og mætti ekki við aðgerðum Ísraela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Der Spiegel, en nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði tímaritsins. Þjóðverjar hafa áður beitt sér í viðræðum Ísraela við Hizbollah-samtökin.

Á miðvikudag tóku liðsmenn Hizbollah tvo Ísraelsmenn höndum og drápu átta. Í kjölfarið hóf Ísraelsher árásir á Líbanon. Meira en 90 manns hafa látist í árásunum og meðal þeirra þrír meðlimir Hizbollah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×