Lífið

Hjólandi á tónleikatúr

Klukkan tólf á hádegi í dag, þriðjudaginn 18. júlí, munu þrír vaskir drengir þeir Dagbjartur Ingvarsson, Gísli Hvanndal Jakobsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson, leggja af stað hjólandi í tónleikatúr hringveginn. Ferðin er farin til að kynna og vekja athygli á SPES-samtökunum. Munu þeir hafa opinn baukinn á tónleikum sínum til styrktar samtökunum. Lagt verður af stað frá Ingólfstorgi, en á leið út úr borginni munu þeir halda tónleika og fylla á eldsneytistankinn á Salatbarnum í Faxafeni.

Um kvöldið áætla þeir að vera komnir til Selfoss, þar sem þeir munu spila á Kaffi krús. Heimasíða ferðarinnar er á slóðinni speshringur.net og mun hún stækka og eflast eftir því sem líður á ferðina.

Ef fólk hefur áhuga á að styrkja samtökin er kennitala Spes: 471100-2930 og bankareikningur í SPRON 1151-26-2200.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.