Lífið

Íslenskunám í sumarvinnu

Sumarskólinn verður með lokahóf föstudaginn 21. júlí í Austurbæjarskóla
Sumarskólinn verður með lokahóf föstudaginn 21. júlí í Austurbæjarskóla

Föstudaginn 21. júlí efnir Sumarskólinn til lokahófs milli 11:00 - 13:00 í Austurbæjarskóla. Þar verður sýning á verkefninu Málrækt í sumarvinnu og þátttakendur á íslenskunámskeiði munu skemmta gestum.

Undanfarin ár hafa Námsflokkar Reykjavíkur boðið börnum, unglingum og fullorðnu fólki af erlendu bergi brotnu upp á Sumarskóla - sumarfjör sem er íslenskunám og grunnfræðsla um íslenskt þjóðfélag. Námið er skipulagt í samstarfi við Þjónustumiðstöð Miðbæjar og Hlíða, Vinnuskólann, ÍTR, Mími - símenntun og Alþjóðahús.

Fullorðnum, sem hafa búið hér á landi skemur en fjögur ár og eiga lögheimili í Reykjavík, er boðið upp á 50 stunda námskeið í íslensku. Því námskeiði er að ljúka en Mímir - símenntun sá um íslenskukennslu og Alþjóðahús um samfélagsfræðslu.

Unglingar, sem ekki tala íslensku og hafa búið hér á landi skemur en tvö ár, stendur til boða sumarvinna þar sem fléttað er saman íslenskunámi og öðrum störfum.Vinnuskólinn sér um þetta verkefni sem heitir Málrækt í sumarvinnu. Markmiðið er að efla kunnáttu og tungutak í íslensku hjá innflytjendum á vinnuskólaaldri með skipulögðu námi samhliða vinnu. Jafnframt er unnið að því að efla félagslegan styrk þeirra og aðlögun að íslensku samfélagi með íslenskum jafnöldrum. Málrækt í sumarvinnu er afar brýnt þróunarverkefni og er unnið eftir þeirri hugmyndafræði að færa íslenskukennslu inn á vinnustaðina.

ÍTR hefur svo boðið börnum af erlendu bergi brotnu upp á leikjanámskeið og halda þau sína uppskeruhátíð síðar í sumar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.