Lífið

Pottþétt 41 að koma út

Pottþétt 41 er númer 78 í Pottþétt útgáfuröðinni
Pottþétt 41 er númer 78 í Pottþétt útgáfuröðinni

Nýjasta safnplatan í Pottþétt röðinni vinsælu kemur út þriðjudaginn 1. ágúst. Á plötunum er að finna flest af vinsælustu lögum dagsins í dag ásamt vinsælustu íslensku lögunum þessa dagana.

Meðal íslenskra laga eru: "Barfly" með hljómsveitinni Jeff Who? En það lag hefur verið eitt það vinsælasta í sumar, "Losing A Friend" með Nylon flokknum sem náði 29. sæti breska vinsældarlistans, "Þessa nótt" með hljómsveitinni Í svörtum fötum, "Heart In Line" sem er frumraun Togga og er af væntalegri plötu hans sem kemur út með haustinu, "Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni Á móti sól, "Dramatísk rómantík" með hljómsveitinni Fræ, "Himinninn og við " með Snorra og Regínu Ósk og endurgerð af laginu vinsæla "Was It All It Was" með Dr. Mister & Mr. Handsome og Svölu en það lag var gríðarlegt vinsælt með Scope árið 1994.

Pottþétt 41 er 78. Pottþétt platan í Pottþétt útgáfuröðinni sívinsælu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.