Lífið

Sessý og Sjonni á Hressó

Sessý og Sjonni gera víðreist um helgina og næstu helgar
Sessý og Sjonni gera víðreist um helgina og næstu helgar

Dúettinn "Sessý og Sjonni" skipaður þeim Sesselju Magnúsdóttur söngkonu og Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara leikur á Hressó í kvöld. Búast má við tónlist úr ýmsum áttum en aðallega að gleði verði mál málanna.

Dúettinn hefur starfað síðan 2004 og víða leikið við góðar undirtektir. Hressó eða Hressingarskálinn er til húsa í Austurstræti 20, leikar hefjast kl: 22 og er aðgangur er ókeypis.

Dúettinn ætlar einnig að halda uppi stuðinu á Paddy's Reykjanesbæ föstudagskvöldið 28.júlí og laugardagskvöldið 29.júní.

Stuðtónlist verður spiluð úr öllum áttum enda eru Sessý og Sjonni annálaðir stuðboltar, hefst fjörið á miðnætti bæi kvöldin.

Dúettinn hefur verið á fleygiferð við spilamennsku í sumar og mun m.a. leika fyrir Akureyringa og aðra gesti á hátíðinni "Ein með öllu" um verslunarmannahelgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.