Lífið

Krás á köldu svelli

Geisladiskurinn Krás á köldu svelli er kominn út.
Geisladiskurinn Krás á köldu svelli er kominn út.

Geisladiskurinn Krás á köldu svelli er kominn út. Rætur geislaskífunnar Krás á köldu svelli teygja sig langt í tíma og rúmi. Hér eru á ferð þjóðlög og vísur, frumsamin lög við þjóðvísur og frumorta texta. Útsetningar eru sérstæðar þar sem indverskur ásláttur er í fyrirrúmi.

Snemma á 9. áratugnum voru Ingólfur Steinsson og Steingrímur Guðmundsson báðir búsettir á Flóasvæðinu á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar styttu þeir sér stundir við að syngja íslensk þjóðlög og leika undir á gítar og indverskar tablatrommur en sá síðarnefndi lagði einmitt stund á það hljóðfæri við Ali Akbar tónlistarskólann í San Rafael. Þeir félagar komu nokkrum sinnum fram þar vestra, undir nafninu Icelandic Duo, aðallega hjá Íslendingafélögum og á síðhippahátíðum. Nokkrum árum síðar þegar báðir voru fluttir til Íslands fóru þeir í hljóðver fengu til liðs við sig Lárus Grímsson og tóku prógramið upp. Ekkert varð þó af útgáfu og lágu upptökurnar á hillunni um árabil. Það var ekki fyrr en árið 2004 að hreyfing komst á málið. Fyrst þurfti að færa lögin af gamla 16 rása bandinu yfir á tölvutækt form. Steingrímur uppfærði síðan hljóðritanirnar með nútímatækni og bætti við upptökum, dætur Ingólfs sungu raddir, Jóel Pálsson lék á saxafón í nokkrum lögum ásamt Arnljóti Sigurðsyni bassaleikara.

Krás á köldu svelli er því verkefni sem spannar langan tíma með löngum hléum.

Útgefandi er Músik ehf.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.