Innlent

Húsfyllir á Belle & Sebastian

Góð stemning var á einum mestu tónleikum sem fram hafa farið á Borgarfirði eystra þegar Belle and Sebastian steig á stokk á eftir Emilíönu Torrini. Fólksfjöldi sveitarfélagsins tífaldaðist meðan á tónleikunum stóð.

Gríðarleg stemmning var á einum stærstu tónleikum sem fram hafa farið á Borgarfirði Eystra þegar Belle and Sebastian stigu á stokk á eftir Emiliönu Torrini. Fólksfjöldi sveitarfélagsins tífaldaðist á meðan á tónleikunum stóð.

Rúmlega þúsund manns voru saman komnir á tónleikunum sem haldnir voru í gömlu fiskibræðslunni á Borgarfirði Eystra. Emilíana Torrini hitaði upp með glæsibrag fyrir skosku hljómsveitina Belle and Sebastian. Athygli vakti tvö ný lög hennar sem eru kraftmeiri en flest sem hún hefur látið frá sér.

Þegar Emilíana hafði lokið flutningi sínum stigu Belle and Sebstian á stokk við mikinn fögnuð áhorfenda. Einhverjir óheppnir einstaklingar ku hafa keyrt upp í Borgarnes í gærkvöldi til að fara á tónleikana. Þeir naga sig vafalaust í handarbökin nú fyrir að hafa ekki tekið betur eftir í landafræðitímum og því misst af einum bestu tónleikum sem haldnir hafa verið eystra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×