Lífið

Rooster Booster í spilun

Rokkbrjálæðingarnir í Brain Police hafa sent frá sér nýja smáskífu, Rooster Booster, sem er nú farin að klífa upp vinsældarlistana á öldum íslenskra ljósvaka.
Rokkbrjálæðingarnir í Brain Police hafa sent frá sér nýja smáskífu, Rooster Booster, sem er nú farin að klífa upp vinsældarlistana á öldum íslenskra ljósvaka.
Rokkbrjálæðingarnir í Brain Police hafa sent frá sér nýja smáskífu, Rooster Booster, sem er nú farin að klífa upp vinsældarlistana á öldum íslenskra ljósvaka. Ættu sönn rokkhjörtu nú að fara að slá hraðar því lagið er að finna á væntanlegri geislaplötu sveitarinnar sem kemur út í september næstkomandi hjá Dennis Records.

Mun gripurinn bera nafnið Beyond the Wasteland og er óhætt að segja að krafturinn og spilagleði sveitarinnar hafi aldrei verið meiri en nú.

Þeir Brain Police félagar fengu tvo Svía til liðs við sig við upptökustjórn plötunnar, þá Stefan Boman og Chips K. sem hafa unnið með böndum eins og Kent, Sahara Hotnights og The Hellacopters. Mun samstarfið hafa gengið svo vel að platan var tilbúin á aðeins 17 dögum og útkoman er fyrsta flokks rokkplata.

Brain Police skipa þeir Jenni með rokkbarkann, Jónbi, sem er trylltur á trommunum sem aldrei fyrr, Búi Bendtsen, sem er nýr meðlimur og spilar á gítar en Höddi plokkar bassann. Þórir Baldursson kemur svo sterkur inn sem gestahljóðfæraleikari á Rhodes hljómborð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.