Enn og aftur bent á að virða fjárlög 3. ágúst 2006 15:19 Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Frá þessu greinir á vef Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að mikil frávik frá fjárlögum ár eftir ár séu til marks um meira agaleysi í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga hér á landi en tíðkast í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Í árslok 2005 voru 96 fjárlagaliðir, eða um fimmtungur, með a.m.k. 4% halla miðað við fjárheimildir en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þá voru 237 fjárlagaliðir með meira en 4% afgang miðað við heimildir eða um helmingur allra fjárlagaliða. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2005 nema ónýttar fjárheimildir alls um 18 ma.kr. nettó. Þegar skoðuð er skipting milli þeirra sem fóru fram úr heimild og þeirra sem ekki nýttu hana að fullu, kemur í ljós að alls var farið 8,9 ma.kr. fram úr heimildum en ónýttar heimildir nema 26,9 ma.kr. Af ónýttum heimildum eru 11,2 ma.kr. svokallað bundið fé en því má ekki ráðstafa nema til komi sérstakt samþykki Alþingis. Í skýrslunni er gerð sérstök úttekt á stöðu nokkurra fjárlagaliða hjá utanríkis-, fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytis sem hafa á undanförnum árum vikið umtalsvert frá fjárheimildum. Ríkisendurskoðun hvetur viðkomandi stjórnvöld til að huga að ábendingum hennar sem gerð er grein fyrir við einstaka fjárlagalið. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og eftirlitshlutverk ráðuneytanna. Að mati Ríkisendurskoðunar eru alltof mörg dæmi um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt að vettugi. Fréttir Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Frá þessu greinir á vef Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að mikil frávik frá fjárlögum ár eftir ár séu til marks um meira agaleysi í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga hér á landi en tíðkast í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Í árslok 2005 voru 96 fjárlagaliðir, eða um fimmtungur, með a.m.k. 4% halla miðað við fjárheimildir en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þá voru 237 fjárlagaliðir með meira en 4% afgang miðað við heimildir eða um helmingur allra fjárlagaliða. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2005 nema ónýttar fjárheimildir alls um 18 ma.kr. nettó. Þegar skoðuð er skipting milli þeirra sem fóru fram úr heimild og þeirra sem ekki nýttu hana að fullu, kemur í ljós að alls var farið 8,9 ma.kr. fram úr heimildum en ónýttar heimildir nema 26,9 ma.kr. Af ónýttum heimildum eru 11,2 ma.kr. svokallað bundið fé en því má ekki ráðstafa nema til komi sérstakt samþykki Alþingis. Í skýrslunni er gerð sérstök úttekt á stöðu nokkurra fjárlagaliða hjá utanríkis-, fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytis sem hafa á undanförnum árum vikið umtalsvert frá fjárheimildum. Ríkisendurskoðun hvetur viðkomandi stjórnvöld til að huga að ábendingum hennar sem gerð er grein fyrir við einstaka fjárlagalið. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og eftirlitshlutverk ráðuneytanna. Að mati Ríkisendurskoðunar eru alltof mörg dæmi um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt að vettugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira